Sinfóníuhljómsveit Íslands spilar á Austurlandi

Miðvikudaginn 5. nóvember heldur Sinfóníuhljómsveit Íslands tónleika í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Fjarðarbyggð á Eskifirði og daginn eftir á Hornafirði. Aðgangur er ókeypis og hefjast báðir tónleikarnir kl. 20.00.
Á efnisskrá verða fimmta sinfónía Beethovens, karnivalforleikur eftir Dvorák og kafli úr hinni ástsælu tónlist Edvard Grieg við Pétur Gaut. Fyrsti konsertmeistari hljómsveitarinnar, Sigrún Eðvaldsdóttir, leikur einleik með hljómsveitinni í Rómönsu eftir Árna Björnsson og fyrsta kaflann úr fiðlukonsert Sibeliusar. Sigrún lék einmitt konsertinn á tónleikum 16.október sl. og í fimm stjörnu dómi í Morgunblaðinu sagði Jónas Sen m.a. ,,Sigrún gæddi leik sinn sterkum tilfinningum og spilaði af ótrúlegum glæsileik". Stjórnandi er Petri Sakari. 

Efnisskrá: 
Dvorák: Karnivalforleikur 
Grieg: Morgunstemning 
Árni Björnsson: Rómansa op.6 
Sibelius: Fiðlukonsert, 1. kafli 
Beethoven: Sinfónía nr. 5
hpmynd_sinf.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar