Sjáið, svona vinnur Framsókn!

Nú hafa Sjúkratryggingar Íslands, heilbrigðisráðuneytið og Heilbrigðisstofnun Austurlands undirritað samning um augnlækningar á Austurlandi. Fyrirkomulag þjónustunnar felur í sér að augnlæknar verða með móttöku á Egilsstöðum og þess utan veita þeir fjarheilbrigðisþjónustu gegnum fjarbúnað sem Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur nýlega fest kaup á.

Sífellt er verið að kalla eftir því að við á landsbyggðinni fáum að fylgja eftir í tækniþróunum. Oft er kvartað yfir því að við þurfum að sækja mikla þjónustu sérfræðilækna til Reykjavíkur eða norður á Akureyri með miklum ferðakostnaði fyrir okkur sem og ríkið að ótöldum tíma sem fólk missir þá af í vinnu, ýmist vegna eigin erinda eða erinda sem fylgdaraðili. Við höfum sannarlega velt fyrir okkur hvort eitthvað af þjónustu sérfræðilækna væri ekki hægt að veita með fjarbúnaði, svarið er jú, það er hægt.

Síðasta vor lagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fram breytingar á lögum á lögum um heilbrigðisþjónustu þar sem bætt var inn ákvæðum um fjarheilbrigðisþjónustu sem gæti gjörbreytt heilbrigðisþjónustu við landsbyggðirnar til framtíðar.

Fjarheilbrigðisþjónusta er sífellt vaxandi hluti heilbrigðiskerfisins, þar sem stafrænar samskiptatæknilausnir eru notaðar til að veita þjónustu án þess að aðilar séu á sama stað. Tækniframfarir í fjarheilbrigðisþjónustu opna ný tækifæri og bjóða örugga þjónustu fyrir sjúklinga, heilbrigðisstarfsmenn, stofnanir og samfélagið. Fjarheilbrigðisþjónusta gerir okkur kleift að nýta betur þekkingu heilbrigðisstarfsfólks, efla samvinnu innan stofnana og auka hagkvæmni, óháð búsetu.

Auk þess veitir fjarheilbrigðisþjónusta betra aðgengi að heilbrigðisþjónustu um allt land, einfaldar snemmtækar íhlutanir, tryggir samfellu í umönnun og dregur úr ferðatíma sjúklinga.

Þetta er mikilvægt skref í átt að framúrskarandi heilbrigðisþjónustu, sem stuðlar að jöfnu aðgengi og lækkar kostnað við þjónustuna – stefna Framsóknar um að tryggja betri heilbrigðisþjónustu fyrir alla.

Höfundur skipar þriðja sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar