Sjálfstæðisflokk til sigurs í Fjarðabyggð

Í febrúar var mér falin sú ábyrgð að leiða framboðslista Sjálfstæðisflokks í Fjarðabyggð fyrir sveitarstjórnarkosningarnar. Mikil þátttaka í prófkjörinu byggði á kröfu íbúa um að Sjálfstæðisflokkurinn verði leiðandi afl í Fjarðabyggð.

Framboðslistinn endurspeglar Fjarðabyggð og mikil nýliðun ungs fólks í bland við reynslumeiri fulltrúa. Stór litríkur hópur sjálfstæðisfólks hefur komið að kosningaundirbúningi í vor. Fólk með ástríðu fyrir bættu samfélagi og betri Fjarðabyggð. Fólk sem trúir því að samfélagið hafi alla burði til að vaxa og styrkjast.

Við horfum björtum augum til framtíðar. Viljum byggja auðugt og fjölbreytt mannlíf sem skapar vellíðan og jákvæða ásýnd Fjarðabyggðar. Stöndum með kröftugu atvinnulífi og verðmætasköpun, litríkri menningu í öllum byggðakjörnunum sjö.

Sem leiðtogi þessa litríka og öfluga hóps vitna ég um kraft og samstöðu í kosningastarfi flokksins. Fyrir það er ég afar þakklátur.

Við höfum víða farið og fundað allt frá Mjóafirði í norðri til Breiðdalsvíkur í suðri. Þar hefur sérstaða og uppbyggingaráform ólíkra byggðakjarna kallað eftir sterkri forystu og sóknarhug. Á öllum fundum finnum við sterkt ákall íbúa um breytingar á forystu Fjarðabyggðar.

Kosningarnar standa um skýrt val á forystuafli Fjarðabyggðar.

Við finnum mikinn meðbyr með Sjálfstæðisflokknum. En til að svara þessu ákalli er mikilvægt að tryggja góða kjörsókn á kjördag og fá skýrt umboð til að leiða Fjarðabyggð. Hvert atkvæði skiptir máli.

Kjósum sjálfstæðisstefnuna til sigurs í Fjarðarbyggð.

Höfundur er leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar