Áskell Einarsson sækist eftir 2.-8. sæti hjáFramsókn í NA-kjördæmi
Áskell Einarsson bóndi og hestamaður sækist eftir 2.-8. sæti sæti á lista Framsóknarmanna í NA-kjördæmi. Áskell er fæddur 1945 og hefur starfað við landbúnaðarstörf ásamt ýmiss konar verkamannavinnu og fiskvinnslustörfum í 45 ár. Með framboði sínu vil hann verða fulltrúi eldri borgara og öryrkja og vinna að því að leiða þjóðina út úr þeim þrengingum sem hún er í. Huga þarf sérstaklega að þeim sem verst eru staddir í þjóðfélaginu á þessum tímum.
Áskell segist vera meira en tilbúinn að taka slaginn í komandi kosningum.Hann er maðurinn af götunni,maður fólksins og er tilbúinn að skila sínu starfi á Alþingi með þor og krafti.
Mynd: Áskell Einarsson ásamt barnabarni sínu Viktor Nóa