SKOTVÍS vill fjölga hreindýrum

Skotveiðifélag Íslands telur að fjölga megi dýrum í hreindýrastofninum um 2000 og þar með veiðileyfum um 500 hvert veiðitímabil. Sigmar B. Hauksson, formaður Skotveiðifélagsins, segir að gegnum rannsóknir á vegum félagsins megi sjá að Norð-Austurland, einkum svæðið út frá Vopnafirði, geti borið um 2000 hreindýr til viðbótar því sem þar er fyrir.

hreindraveiar.jpg

Sigmar segir að skapa mætti tekjur sem næmu hugsanlega allt að 400-500 milljónum króna árlega vegna veiða. Árið 2008 hafi tekjur af hreindýraveiðileyfum numið 106,4 milljónum króna og óbeinar tekjur um 100 milljónum. Hreindýrastofninn telur nú um 3000 dýr. Um helmingur þeirra gengur á Snæfellsöræfum en afgangurinn er dreifður um Austfirði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar