Skítverk McCarthy veldur usla

Listaverk eftir bandaríska listamanninn Paul McCarthy, annan hönnuða Macy’s í Eiðaskógi, tókst á loft frá lægi sínu á sýningu í Sviss í seinustu viku. Verkið, risavaxinn uppblásinn hundaskítur, felldi rafmagnslínu og braut glugga áður en það lenti í leikskólagarði.

 

ImageFrá þessu er greint í erlendum blöðum í dag. Verkið, sem heitir Flókinn Skítur (e. Complex Shit) er á stærð við hús. Það á að vera útbúið öryggiskerfi svo það dragist saman í vondu veðri en það virkaði ekki. Snögg vindhviða hóf verkið á loft og bar það 200 metra áður með fyrrgreindum afleiðingum, áður en það fell til jarðar. Verkið stóð við Paul Klee miðstöðina í Berne í Sviss.
Paul McCarthy er einn frægasti innsetningarlistamaður Bandaríkjanna. Hann tók þátt í sýningunni Fantasy Island sem var hluti af Listahátíð í Reykjavík árið 2004 og teygði anga sína austur á land. Í samstarfi við Jason Rhoades gerði hann eftirlíkingu af Macy’s verslunarmiðstöðinni sem stendur í Eiðaskógi auk þess sem líkan af verkinu var sýnt á Skriðuklaustri. Skítur í ýmsum myndum hefur verið honum hugleikið viðfangsefni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.