Söngfuglar athugið!

Dagana 10 – 12. júlí n.k. heldur Jon Hollesen kórstjóri, söngkennari og raddþjálfari, námskeið í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Eskifirði. Námskeiðið er öllum opið sem vilja syngja, og nýtist kórsöngvurum einstaklega vel, að sögn Kára Þormar.

choir.jpg

,,Hollesen hélt hér námskeið í febrúar við frábærar  undirtektir og náði alveg frábærum árangri með þátttakendur. Hann hélt einnig námskeið í Reykjavík fyrir Hljómeyki og Kór Áskirkju á svipuðum tíma

Jon hefur unnið einnig mikið með kammerkórnum Stöku í Danmörku, sem er undir stjórn Stefáns Arasonar,“ segir Kári Þormar hjá Kirkju- og menningarmiðstöðinni.

Námskeiðið verður sem hér segir:

Föstudagur 10.júlí  17.00 - 22.00
Laugardagur 11.júlí 10.00 - 17.00
Sunnudagur 12.júlí 10.00 - 17.00

Námskeiðisgjald verður ákveðið síðar, en inni í því verður matur og kaffi svo og námskeiðisgögn.

Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að láta Kára Þormar vita sem fyrst, í síma 891-8040 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sjá nánar um Jon Hollesen á www.aria.dk

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar