Snjóhengjur á húsþökum
Það er ekki aðeins að snjóalög séu nokkuð ótrygg í fjöllum og vel með þeim fylgst af snjóflóðaeftirlitsmönnum. Snjóalög geta einnig verið varasöm í þéttbýli, og ekki síst þegar þykkar snjóhellur taka að renna fram af þökum eða löng og oddhvöss grýlukerti myndast. Hallfríður Bjarnadóttir á Reyðarfirði sendi Austurglugganum þessa mynd af vænni snjóhellu sem pompar vísast innan tíðar niður í garðinn hjá henni og vonandi ekki ofan á neinn. Hafið varann á gagnvart snjó á þökum og grýlukertum.