Sprengjuhöllin og Hjaltalín heimsækja Austurland

Hljómsveitirnar Sprengjuhöllin og Hjaltalín halda tvenna tónleika á Austurlandi um helgina.

 

Þeir fyrri verða í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði klukkan 20:00 á föstudag. Miðaverð á þá er 1.600 krónur. Hinir síðari eru í Valaskjálf, Egilsstöðum á laugardag klukkan 23:00. Miðaverð þar er 2.000 krónur í forsölu en 2.500 krónur við hurð. Andrea Gylfadóttir verður sérstakur gestur á báðum tónleikunum.
Ný plata Sprengjuhallarinnar, Bestu kveðjur, kom út í vikunni. Fyrsta plata sveitarinnar, Tímarnir okkar, var ein mest selda platan á Íslandi í seinustu viku með lögum eins og „Glúmur“ og „Verum í sambandi“
Hjaltalín gerði það einnig gott fyrir seinustu jól með plötunni „Sleepdrunk Season.“ Sveitin flutti eitt vinsælasta lag sumarsins, „Þú komst við hjartað í mér.“

Hlustaðu á Sprengjuhöllina á MySpace
Hlustaðu á Hjaltalín á MySpace


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar