10 Stjórnarfundur 22 júní, 2004

Stjórnarfundur 22.06. 2004
          Haldinn á Hótel Héraði kl. 17:00.

Mættir voru Guðrún Katrín, Sveinn Sigurbjarnarson, Jörundur Ragnarsson, Jónas Hallgrímsson og Hrafnkell A Jónsson.


1. Bréf frá Samgönguráðuneytinu
Tekið var fyrir svarbréf  Samgönguráðuneytisins dags. 22.mars 2004 við bréfi  framkvæmdarstjóra SSA sem hann ritaði fyrir hönd samgöngunefndar SSA dags. 2. Janúar 2004 . Í bréfinu óskar SSA eftir því við samgönguráðuneytið að unnin verði heilstæð jarðgangaúttekt  fyrir Austurland.
Stjórn SAMGÖNG sættir sig ekki við svar Samgönguráðuneytisins og var Jónasi Hallgrímssyni falið að svara bréfi Samgönguráðuneytisins .


2. Bréf til fyrirtækja
Ákveðið var að senda Fyrirtækjum á Austurlandi bréf þar sem óskað væri eftir stuðningi þeirra við markmið samtakanna.

3. Kanna kaup á borunum
Rætt var um mikilvægi þess að nýta bora þá sem nú eru í notkun við gerð jarðganga í    Kárahnjúkum til áframhaldandi jarðgangagerða í fjórðungnum. Stjórn samtakanna telur mikilvægt að kannaður verði áhugi ítalanna á sölu boranna.


4. Kynning á markmiðum samtakanna
Ræddar voru ýmsar leiðir til að kynna markmið samtakanna enn frekar s.s með gerð límmiða í bíla o.fl. 


Fleira var ekki tekið fyrir fundi slitið kl. 18;00


Fundarritari
Guðrún Katrín Árnadóttir 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.