17 Stjórnarfundur 28 október, 2005

SAMGÖNG
3. Stjórnarfundur 2005 – 2006.
Föstudaginn 28. október 2005 kl 18:00 í síma

Mættir:   Guðrún Katrín Árnadóttir,  
  Jörundur Ragnarsson,
  Kristinn V. Jóhannsson,       
  Sveinn Jónsson
Jónas Hallgrímsson, Sigfús Vílhjálmsson og Sveinn Sigurbjarnarson komu ekki inn á símann.
Formaður stýrði fundi og gekk til dagskrár.
1. Ráðstefna um göng
Staðfest er að Jón Rögnvaldsson, vegamálastjóri og Hreinn Haraldsson, jarðfærðingur og framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar mæti til ráðstefnunnar  föstudagsinn 4. nóvember n.k. og fjalla um samgöngumál jarðfræðirannsóknir einkum og sér í lagi á Mið-Austurlandi.
Að öðru leiti liggur þáttöka anarra framsögumanna fyrir:
• Soffía Lárusdóttir formaður stjórnar SSA setur ráðstefnuna.
• Kristinn V. Jóhannsson formaður kynni tilurð og markmið SAMGÖNG,
• Edvard Dahl, verkefnisstjóri ELKEM við Saudafaldene í Noregi mun kynna tæknileg atriði heilborunar. 
• Heine Olsen fyrrv. yfirverkfræðingur Landsstjórnarinnar í Færeyjum mun fjalla um ”Samfélagsmál og jarðgangagerð í Færeyjum”.
• Jón Þorvaldur Heiðarsson og Valtýr Sigurbjarnarson munu koma frá RHA og kynna skýrslu þeirra um ”Samfélagsleg áhrif og arðsemi jarðgana á Austurlandi”, sem liggur nú á netinu öllum aðgengileg. 
• Ekki liggur fyrir hvort Tómas Sigurðsson forstjóri Fjarðaál geti tekið þátt og kannar Sveinn það nánar.
Ráðstefnan hefur verið auglýst í þrígang í Dagskránni og verður enn í næstu viku.  Þróunarstofa hefur sent út E-mail áminningar til fyrrtækja, sveitarstjórnarmanna og þingmanna.
Ekki hafa borist svör frá Eimskip og Samskip við ósk um aðild viðkomandi að ráðstefnunni með fjárstuðningi en fyrir liggur að Fjarðaál styrki Samgöng með kr. 150þús.
2. Önnur mál
Næsti fundur er áformaður n.k. mánudag í síma.

Fleira ekki.
Fundi slitið 18:30
Sveinn Jónsson ritaði

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.