11 Stjórnarfundur 29 júlí, 2004

Stjórnarfundur 29. 07. 2004


Stjórn SAMGÖNG hittist á Fosshóteli, Reyðarfirði þann 29.07.2004 kl. 17:00.
Mættir voru . Guðrún Katrín, Sveinn, Sigfús og Kristinn.


Dagskrá :

1. Staða verkefna sem eru í gangi
2. Bréf til sveitastjórna á Mið – Austurlandi
3. Kynning á heilborun
4. Önnur mál


1. Staða verkefna sem eru í gangi
Bréf sem senda átti fyrirtækjum til kynningar er ekki farið, en verður sent næstu daga. Sama er að segja um bréf  til Samgönguráðuneytisins vegna  nokkurra    óljósra atriða í svari ráðuneytisins við bréfi SSA frá 22. mars í vetur.

Þá lá ekki fyrir hvort Jörundur hafi rætt við Valgerði iðnaðar og byggðamálaráðherra um að ýta á eftir því að Byggðastofnun hefðist handa við úttekt á þeim jarðgangakostum, sem SAMGÖNG hafa beint sjónum sínum að.

2. Bréf til sveitastjórna
Stjórnin samþykkti að skrifa öllum sveitafélögum á Mið – Austurlandi í tilefni þess að í haust verður vegaáætlun endurskoðuð og hvetja þau til að þrýsta á stjórnvöld að setja aukinn kraft í jarðgangagerð og benda á að samgönguskortur í dag stendur uppbyggingu fyrir þrifum. Svæðið  þarf að opna svo það geti tekið við verkefnum.


3. Kynning á heilborun
Á  fundinn mættu Einar Már Sigurðsson alþingismaður og Sigurður Gunnarsson starfsmaður við borun á Fljótsdalsheiði.
Sigurður útskýrði fyrir stjórnarmönnum getu boranna, sem Impreglio notar, en þeir eru með borkrónu sem er 7,52 m í þvermál.
Sigurður benti á að mikilvægt væri að Vegagerðin setti sér staðal um breidd vega í veggöngum. Ýmsan annan fróðleik kynnti Sigurður stjórninni um afköst        þessara bora, verð við gangagerð ofl. Er greinilegt af máli hans , að ef Íslendingar bæru gæfu til að taka upp þessa heilborunartækni í stað sprengiaðferðarinnar mundi kostnaður snarlækka og verkhraði stóraukast.Taldi Sigurður afköst eiga að vera 40 – 50 metra á sólarhring og að verð pr/km. Væri a.m.k. 30- 40% lægra en með hefðbundinni sprengiaðferð.

Rætt var um möguleika á því að stjórnin kæmist upp að Kárahnjúkum og fengi að sjá borana vinna.

Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18:30


  Kristinn V. Jóhannsson

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.