06 Stjórnarfundur 5 mars, 2003

Stjórnarfundur 05.03. 2003 búið
 Stjórn SAMGÖNG kom saman til fundar á Hótel Héraði á Egilsstöðum kl. 17:00.
Mættir:
            Guðrún Katrín Árnadóttir
              Sigfús Vilhjálmsson
              Jónas Hallgrímsson
              Sveinn Sigurbjarnarson
              Jörundur Ragnarsson
              Hrafnkell A. Jónsson  
Formaður Guðrún Katrín Árnadóttir stjórnaði fundi, Hrafnkell A. Jónsson ritaði fundargerð.
 Þetta gerðist.
 
1.       Samþykktir       
                    Samþykktir Samtaka áhugafólks um jarðgöng á Mið-Austurlandi voru undirritaðar.
 
2.    Auglýsing            
                    Kynnt var auglýsing frá SAMGÖNG sem birtist í Dagskránni 10. tbl. 2003.
 
3.     Næstu skref   
                     Rætt var um næstu skref í baráttu fyrir framgangi hugmynda SAMGÖNG.   Formaður gerði grein fyrir hugmyndum sínum um að efna til viðtækrar undirskriftasöfnunar á Mið-Austurlandi þar sem reynt væri að afla breiðs stuðnings við málefnið og afhenda undirskriftirnar þingmönnum kjördæmisins á ráðstefnu um samgöngumál sem áformað er að halda á Austurlandi í mars.
Hugmynd formanns var rædd og komu þar fram efasemdir um að þetta væri besta leiðin eins og mál standa í dag.    Bent var á að til að ná góðri niðurstöðu þyrfti mikla skipulagningu og mannafla.   Undirskriftasöfnun gæti vissulega þjónað tilgangi t.d. á Seyðisfirði þar sem áhugi fyrir jarðgangagerð er almennur, en aftur á Héraði þyrfti væntanlega meiri tíma og mannafla.
Eftir umræður var samþykkt að framkvæma undirskriftarsöfnun með þeim hætti að ganga í hús þar sem mannafli fæst.   Annars staðar yrði auglýst að undirskriftalistar lægju frami og fólk hvatt með auglýsingum og með því að vera á ferð í verslunum og fjölsóttum þjónustufyrir-tækjum með lista.
Fólki yrði gefinn kostur á að velja hvort það skráði sig sem félaga í samtökunum og lýsti með þeim hætti stuðningi við hugmyndir SAMGÖNG, eða það skrifaði nöfn sín á lista til stuðnings málefninu.   Samþykkt var að undirskriftasöfnunin stæði til 6. apríl n.k.
 
4.        Kynning í útvarpi  
                    Samþykkt var að leita eftir því að koma að kynningu á málefnum SAMGÖNG í Svæðisútvarpinu , Sigfúsi Vilhjálmssyni var falið að koma þar fram sem talsmaður stjórnarinnar.   Guðrúnu Katrínu var falið að koma fréttatilkynningu í Austurgluggann.
 
5.         Hagkvæmnismat
                   Sveitarstjórn Seyðisfjarðar og Fjarðabyggðar hefur verið sent bréf þar sem því er beint til sveitarstjórnanna að þær fari þess á leit við Byggðastofnun að gerð verði úttekt á hagkvæmni og byggðaáhrifum jarðgangna á Mið-Austurlandi, þar sem í forsendum úttektarinnar væri tekið tillit til raka SAMGÖNG eins og þau voru sett fram í bréfi SAMGÖNG til Byggðastofnunar dags. 27.1.2003.  
Fleira var ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18:00.
Hrafnkell A. Jónsson, ritari
 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.