07 Stjórnarfundur 7 ágúst, 2003

Stjórnarfundur 07. 08. 2003. búið
   Fundurinn var haldinn á Hótel Héraði Egilsstöðum og hófst kl. 17:00.
Mættir: 
            Guðrún Katrín
             Jörundur
             Kristinn
             Sigfús
             Hrafnkell mætti kl. 17:30.
 
Formaður Guðrún Katrín, setti fund og stjórnaði honum.  Hrafnkell ritaði fundargerð.
 
Gengið var til dagskrár:
 
1. Aðalfundur 2003.
Samþykkt að halda aðalfund um mánaðarmót september, október.  Fundarstaður Hótel Hérað Egilsstöðum.
Rætt um að fá Helga Hallgrímsson fyrrverandi vegamálastjóra til að flytja erindi um jarðgöng á Austurlandi.  Sigfús tók að sér að ræða við Helga.
Guðrún Katrín upplýsti að þar sem hún flyst tímabundið af svæðinu, þá muni hún ekki taka að sér formennsku á næsta ári.  Rætt um að gera tillögu um Sigfús Vilhjálmsson sem formann  næsta ár.
 
2.  Önnur mál.
Stjórnin samþykkti að leita eftir því að fulltrúi SAMGÖNG einn eða fleiri fái seturétt  á Samgönguráðstefnu SSA sem fyrirhugað er að halda í október n.k. Guðrúnu var falið að koma erindi til SSA.
 
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 18:10.
 
Hrafnkell A. Jónsson fundarritari.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.