TAK rannsakar stöðu kvenna

Tengslanet austfirskra kvenna hefur ýtt úr vör rannsókn á stöðu kvenna á Austurlandi og afstöðu þeirra til ýmissa málefna sem snerta búsetu á svæðinu.  Þeir þættir sem eru sérstaklega verða til skoðunar eru  atvinna, menntun, völd, samgöngur, fjölskylduvænleiki og fleira. Auk þess er að hluta kannað hvaða áhrif  stóriðjuframkvæmdir hafa haft á stöðu kvenna í fjórðungnum. Gagnasöfnun fer fram með viðtölum við konur á svæðinu, bæði þær sem búið hafa lengi og þær sem hafa flutt á svæðið nýlega eða á síðustu árum.  Viðtölin verða afrituð og greind og niðurstöður rannsóknarinnar settar fram í skýrslu sem afhent verður TAK. Þátttakendur verða ekki persónuauðgreindir og ekki vitnað í þá undir eigin nöfnum nema þeir gefi til þess leyfi.  Rannsóknin hefur verið tilkynnt til Persónuverndar. Rannsóknin er framkvæmd af Tinnu Halldórsdóttur, MA nema í félagsfræði, og verður að einhverju leyti notuð í MA ritgerð við félagsvísindadeild HÍ.

konur.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar