Útboð leitar- og vinnsluleyfa á Drekasvæði hefst í vikunni

Á fimmtudag hefst opið útboð sérleyfa til leitar og vinnslu olíu og gass á Drekasvæðinu norðaustan Íslands. Er útboðið auglýst í stjórnartíðindum Evrópusambandsins og stendur fram í miðjan maí471986a.jpg.

Fimm leyfum verður úthlutað á grundvelli útboðsins eftir mitt árið.

Þeim hluta Drekasvæðis sem útboðið nær yfir hefur verið er skipt niður í svæði sem geta verið allt að 800 ferkílómetrar að stærð. Fyrirtæki sem fá leyfi til leitar og vinnslu þurfa að greiða svonefnt svæðisgjald og tekur upphæð slíks gjalds mið af stærð leitarsvæðisins.

Meðfylgjandi kort er af vef Hafrannsóknarstofnunar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar