Tillaga um að kona og karl skipi 1. og 2. sæti í NA felld

Tillaga um að tvö efstu sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi yrðu skipuð konu og karli var felld á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar um helgina.

Kristján L. Möller og Einar Már Sigurðarson skipa nú 1. og 2. sætið. Sigmundur Ernir Rúnarsson sækist eftir öðru sæti í kjördæminu. Þeir greiddu allir atkvæði gegn tillögunni. Konur yfirgáfu fundinn um stund en mættu aftur síðar þegar fram var komin tillaga um að hvort kyn mætti ekki skipa nema tvö sæti í röð á listanum. Hún var samþykkt, sem og  tillaga um opið prófkjör.

logo.gif

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar