Tækifæri fyrir lítil og meðalstór ferðaþjónustufyrirtæki

Auglýst hefur verið til umsóknar verkefnið ,,Networks for the Competiveness and Sustainability of European Tourism." Umsóknarfrestur er til 30. júní 2009. Í þessu verkefni er markmiðið að auka samkeppnishæfni lítilla og meðalstórra fyrirtækja innan ferðaiðnaðarins. Einnig er lögð áhersla á að styðja við samstarfsnet þessara fyrirtækja, svæðisbundið og á milli svæða, sem og að miðla þekkingu til fyrirtækja um góða viðskiptahætti sem stuðlað gætu að aukinni nýsköpun innan ferðaiðnaðarins.

 

Allar nánari upplýsingar, vinnuáætlun og leiðbeiningar fyrir umsækjendur er að finna á slóðinni  http://ec.europa.eu/enterprise/newsroom/cf/itemlongdetail.cfm?item_id=2929&lang=en

Á þeirri síðu er boðið upp á leit að samstarfsaðilum - en einnig geta aðilar hjá Enterprise Europe Network aðatoðað við þá leit í gegn um sinn  gagnagrunn.  Í ,,Calls for proposal" á bls 4 -5 eru reglur um samstarfsaðila, sjá http://ec.europa.eu/enterprise/newsroom/cf/document.cfm?action=display&doc_id=2599&userservice_id=1&request.id=0

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar