Töltmótaröð Austurlands á laugardag
Fyrsta mót af þremur í Töltmótaröð Austurlands 2009 verður haldið í Fossgerði laugardaginn 14. mars næstkomandi kl. 13:00. Keppt verður í eftirfarandi flokkum í þessari röð: Tölt 16 ára og yngri, unghrossaflokkur, tölt áhugamenn (17 ára og eldri) og tölt opinn flokkur. Allir krakkar 10 ára og yngri fá þátttökuverðlaun og veitt verða verðlaun fyrir best snyrta hestinnn í flokki 16 ára og yngri.
ATH! Staðfesting á þáttöku og greiðsla skráningargjalda fer fram á kaffistofunni í Fossgerði milli kl. 12:00 og 13:00 áður en keppni hefst. Ekki verður hægt að greiða skráningargjöld með greiðslukortum.