Tónleikar með Svani

Gítarleikarinn Svanur Vilbergsson heldur tvenna tónleika á Austurlandi um helgina.

 

Á morgun, laugardag, kemur hann fram í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði en á sunnudag í Vallaneskirkju. Báðir tónleikarnir hefjast klukkan 14:00. Á efniskránni er frumflutningur á verki eftir spænska tónskáldið Mateu Malondra Flaquer ásamt verkum eftir Bach, Sor og Jose. Aðgangseyrir á tónleikana er 1.500 krónur.
Svanur er uppalinn Stöðfirðingur og hefur nýverið lokið meistaranámi í gítarleik í Hollandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar