Töpuðu bæði í lokaumferðinni

Bæði Fjarðabyggð og Höttur töpuðu leikjum sínum 2-0 í lokaumferð 1. og 2. deildar karla í knattspyrnu í dag. ImageFjarðabyggð tapaði fyrir Víkingi 2-0 í Víkinni. Í lið Fjarðabyggðar vantaði nokkra fastamenn, eins og bakverðina Andra Magnússon, Jóhann Benediktsson og kantmanninn Stefán Þór Eysteinsson. Hinn sautján ára gamli Sævar Þór Harðarson var í byrjunarliði og lék sinn fyrsta leik í deildarkeppni Íslandsmótsins. Fjarðabyggð náði ekki að fylla leikmannahópinn, var með fimmtán leikmenn af leyfilegum sextán á skýrslu. Mörk Víkings skoruðu Egill Atlason á 21. mínútu og Pétur Örn Svansson á 49. mínútu. Fjarðabyggð endaði í 9. sæti með 24 stig. ÍBV varð deildarmeistari með 53 stig og fer upp í úrvalsdeild ásamt Stjörnunni. Njarðvík og KS/Leiftur voru fallin. Sveinbjörn Jónasson, framherji Fjarðabyggðar, varð þriðji markahæstur í deildinni með þrettán mörk.
Höttur tapaði 2-0 fyrir Hamri í Hveragerði. Það dugði Hvergerðinum samt ekki til að halda sæti sínu í deildinni því ÍH lagði Tindastól 1-0. Völsungur féll einnig. ÍR varð deildarmeistari og Afturelding fylgir liðinu upp um deild. Höttur varð í 9. sæti með 24 stig.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar