Tugmilljóna gjaldþrot Tærgesen og Dúkáss

Skiptum á búi Tærgesen ehf., sem áður rak gistiheimilið Tærgesen á Reyðarfirði, er lokið. Lýstar kröfur í búið voru 87,5 milljónir en ekkert fékkst upp í þær.

 

Gistiheimilið að Búðargötu 4 tók til starfa árið 2004 en búið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Austurlands í nóvember 2007. Félagið var skráð á Lyngási 5-7, Egilsstöðum, sama stað og Dúkás ehf. sem tekið var til gjaldþrota á sama tíma. Lýstar kröfur í búið námu 56,5 milljónum króna. Ekkert fékkst upp í þær. Lýstar kröfur í bæði búin nema samanlagt 144 milljónum króna.
Dúkás ehf. fékk árið 2005 viðurkenningu frá umhverfismálanefnd Fjarðabyggðar fyrir velheppnaða uppbyggingu Búðargötu 4.

  tergesen.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Mynd: Veitingahúsið Tærgesen á Reyðarfirði. Ljósmynd: tergesen,is 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar