Tvennir tónleikar í dag í krasstúr

Hljómsveitirnar Reykjavík! og Sudden Weather Change spila á tvennum tónleikum á Austurlandi í dag í krasstúr þeirra um hvítasunnuhelgina.

ImageFyrri tónleikarnir verða í Sláturhúsinu á Egilsstöðum klukkan 16:00 en þeir seinni í Herðubreið á Seyðisfiðri klukkan 22:00. Þar koma Létt á bárunni og Miri einnig fram en Prins Póló í Sláturhúsinu.

Báðar hljómsveitirnar hafa nýverið sent frá sér breiðskífur. Reykjavík! gáfu út The Blood í október/nóvember og Sudden Weather Change gáfu út Stop! Handgrenade in the Name of Crib Death 'nderstand? fyrir rúmum mánuði síðan.  Er þetta í fyrsta skipti sem sveitirnar leika úti á landi síðan plötur þeirra koma út, að undanskildri Aldrei fór ég suður hátíðinni á Ísafirði núna í apríl.

Tónleikaferðin gengur undir heitinu krasstúr.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar