Umgengni við garðaúrgangssvæði utan Eyvindarár
Sælt veri fólkið
Okkur föður mínum langaði að koma á framfæri hugleiðingum okkar og
áhyggjum af svokölluðu garðaúrgangssvæði Fljótsdalshéraðs utan
Eyvindarár. Þannig var að föður mínum var farið að blöskra heldur
umgengnin og fékk mig til að koma með sér og sjá herlegheitin. Ákváðum
við að mynda þetta og koma til ykkar í von um að eitthvað yrði að gert.
Stórlega er nú ábótavant lestrarkunnáttu íbúa Egilsstaða ef þeim lukkast ekki að blimskakka sjónum sínum til skilnings á því sem hér stendur. Því kann að valda að auga þeirra sé nokkuð blint á tilskipanir yfirvalda þessa sveitarfélags. Eða er blint þeirra umhverfisauga, ég spyr?
Án gamans kæru bæjarbúar, þetta er okkur til skammar. Eigum við að láta þetta yfir okkur ganga bara eins og ekkert sé? Spyr sá er drjúpa lætur úr penna hugleiðingar sínar er hann augum leit umhverfisvæna staði Egilsstaða er herbergja eiga gras úr görðum og afklippur trjáa svo og aflífaðar aspir og annan trjágróður óarga.
Ef til vill vilja menn bera fyrir sig skilningsleysi eða einfaldlega skort á dómgreind. En eins og glöggt má sjá á meðfylgjandi mynd er pistlahöfundur síst klárastur manna og jaðrar jafnvel við að skulda í greindarvísitölu. Þrátt fyrir það hefur karlgreyinu tekist að koma frá sér, í fullkomnu samræmi við boð og bönn, þeim garðaúrgangi sem til fellur er frúin argar honum út að slá garðinn.
Nokkuð snuddgreindur sveitamaður af Álfatröð 5a og, eftir því sem hann best veit, dóttir hans.
Einar Pálsson og Hrafndís Bára