Vandaðir upplestrar

Lokahátíðir Stóru upplestrakeppninnar fóru fram í Neskaupstað og á Seyðisfirði 22. apríl síðastliðinn. Auk upplestranna voru skemmtiatriði. Í Nesskóla lásu þrettán þátttakendur frá Breiðdalsvík, Fáskrúðsfirði, Reyðarfirði, Eskifirði, Neskaupstað og Eskifirði. María Von Pálsdóttir í Grunnskóla Breiðdalsvíkur sigraði með sínum lestri og í öðru sæti varð Iveta Krasimirova Kostova frá Nesskóla og í því þriðja Almar Blær Sigurjónsson, Grunnskóla Reyðarfjarðar. Á Seyðisfirði tóku fjórtán þátttakendur frá sjö skólum þátt. Í fyrsta sæti varð Glúmur Björnsson, Egilsstaðaskóla, í öðru sæti Sveinn Hugi Jökulsson, Grunnskóla Borgarfjarðar og í þriðja sæti Heiðdís Sigurjónsdóttir í Egilsstaðaskóla.

seyisfjrur_stra_upplestrarkeppnin_vefur.jpg

Upplesarar á Seyðisfirði

 

 

 

stra_upplestrarkeppni_norfjrur_vefur.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Upplesarar í Nesskóla.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar