Vatnajökulsríkið fékk mest
Klasaverkefnið Í ríki Vatnajökuls hlaut hæsta styrkinn, 5,8 milljónir króna þegar úthlutað var úr Vaxtarsamningi Austurlands í fyrra skiptið á þessu ári. Alls var 22,6 milljónum króna úthlutað til ellefu verkefna.
Styrkirnir skiptast í tvennt, annars vegar fjárstyrki, hins vegar sérfræðivinnu. Í ríki Vatnajökuls fékk þrjár milljónir í fjármagni og 2,8 milljónir í þjónustu sérfræðinga. Borgarfjörður eystri, fyrir ferðamenn framtíðarinnar fékk 3,5 milljónir, Vatnajökulsklasi þrjár milljónir, Austurland tvær, Þjóðleikur og Nýheimar 1,5 milljónir, Efling lífrænnar framleiðslu á Austurlandi 1,3 Heimafóðir 1,25 milljónir og Tengslanet austfirskra kvenna 1,05 milljónir. Verkefnin Rjúpa.is og Ullarvinnsla Frú Láru fengu innan við milljón.