Vaxtarsprotar á Austurlandi

Hópur fólks á Austurlandi hefur á undanförnum mánuðum tekið þátt í verkefninu Vaxtarsprotum. Þátttakendur vinna allir að ákveðnum viðfangsefnum sem lúta að atvinnusköpun í heimabyggð. Um er að ræða fjölbreytt viðfangsefni m.a. á sviði iðnaðar og ferðaþjónustu. Þátttakendurnir, sem nú luku námskeiði á vegum Vaxtarsprotaverkefnisins, voru 19 talsins, en samtals unnu þeir að 15 verkefnum.

sproti_smaller_rgb_jpeg.jpg

 

Vaxtarsprotar er stuðningsverkefni sem hefur það að markmiði að hvetja og styðja við atvinnusköpun í sveitum landsins. Verkefnið, sem er á vegum Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, hóf göngu sína á árinu 2007, en hefur síðan komið til framkvæmdar víða um land.

  

Framkvæmd verkefnisins á Austurlandi var unnin í samvinnu við Búnaðarsamband Austurlands, Þróunarfélag Austurlands og Þekkingarnet Austurlands. Þátttakendum í verkefninu hefur staðið til boða margvíslegur stuðningur. Boðið hefur verið upp á námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja, einstaklingsbundna leiðsögn, auk þess sem ýmsir styrkjamöguleikar hafa verið kynntir.

 

Viðfangsefni þátttakenda

 

Þátttakendurnir, sem nú luku námskeiði á vegum Vaxtarsprotaverkefnisins, voru 19 talsins, en samtals unnu þeir að 15 verkefnum. Viðfangsefni þátttakenda voru eftirfarandi að þessu sinni:

 

Guðmundur Valur Gunnarsson, Lindarbrekku Djúpavogshreppi  - Lindarbrekkuljúfmeti

Arnaldur Sigurðsson, Hlíðarenda Breiðdalshreppi  - Snowman‘s land

Þórður Júlíusson og Theodóra Alfreðsdóttir, Skorrastað 3 Fjarðabyggð - Skorrahestar

Jónína Zophoníasdóttir, Mýrum Fljótsdalshéraði  - Jurtagarðurinn

Guðný Vésteinsdóttir, Réttarkambi 7 Hallormsstað og Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, Möðrudal Efra Fjalli - Holt og hæðir

Helgi Hjálmar Bragason, Setbergi Fljótsdalshéraði og Þorsteinn Pétursson, Víðivallagerði Fljótsdalshreppi - Fellatré

Anna Bragadóttir, Flúðum Fljótsdalshéraði - Matbjörg

Helga Garðarsdóttir, Hafrafelli Fljótsdalshéraði  - Hafrafell ljósmyndir

Rúnar Ingi Hjartarson, Kleppjárnsstöðum Fljótsdalshéraði  - Kleppjárnsstaðahunang

Helgi Haukur Hauksson, Straumi Fljótsdalshéraði  - Heiðarlamb

Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir, Selási 18 Egilsstöðum og Guðríður Guðmundsdóttir, Fossgerði Fljótsdalshéraði  - Gæða- og  öryggisþjónusta Austurlands

Eyjólfur Jóhannsson, Lyngási 12 Egilsstöðum - Heimaorka

Benedikt Björnsson, Kaupvangi 41 Egilsstöðum - BB garðar

Ágústa Þorkelsdóttir, Refsstað Vopnafirði - Kaupvangskaffi

 

 

Þann 10. júní var haldin uppskeruhátíð á vegum Vaxtarsprotaverkefnisins. Markmið hátíðarinnar var að vekja athygli á verkefnum þeirra sem tekið hafa þátt í verkefninu á Austurlandi og einnig að skapa formlega umgjörð um lok verkefnisins á þessu misseri. Hátíðin, sem haldin var í Hátíðarsal Menntaskólans á Egilsstöðum, var vel sótt, en alls voru viðstaddir um 70 manns.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar