Vaxtarsprotar á Austurlandi
Hópur fólks á Austurlandi hefur á undanförnum mánuðum tekið þátt í verkefninu Vaxtarsprotum. Þátttakendur vinna allir að ákveðnum viðfangsefnum sem lúta að atvinnusköpun í heimabyggð. Um er að ræða fjölbreytt viðfangsefni m.a. á sviði iðnaðar og ferðaþjónustu. Þátttakendurnir, sem nú luku námskeiði á vegum Vaxtarsprotaverkefnisins, voru 19 talsins, en samtals unnu þeir að 15 verkefnum.
Vaxtarsprotar er stuðningsverkefni sem hefur það að markmiði að hvetja og styðja við atvinnusköpun í sveitum landsins. Verkefnið, sem er á vegum Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, hóf göngu sína á árinu 2007, en hefur síðan komið til framkvæmdar víða um land.
Framkvæmd verkefnisins á Austurlandi var unnin í samvinnu við Búnaðarsamband Austurlands, Þróunarfélag Austurlands og Þekkingarnet Austurlands. Þátttakendum í verkefninu hefur staðið til boða margvíslegur stuðningur. Boðið hefur verið upp á námskeið um stofnun og rekstur fyrirtækja, einstaklingsbundna leiðsögn, auk þess sem ýmsir styrkjamöguleikar hafa verið kynntir.
Viðfangsefni þátttakenda
Þátttakendurnir, sem nú luku námskeiði á vegum Vaxtarsprotaverkefnisins, voru 19 talsins, en samtals unnu þeir að 15 verkefnum. Viðfangsefni þátttakenda voru eftirfarandi að þessu sinni:
Guðmundur Valur Gunnarsson, Lindarbrekku Djúpavogshreppi - Lindarbrekkuljúfmeti
Arnaldur Sigurðsson, Hlíðarenda Breiðdalshreppi - Snowman‘s land
Þórður Júlíusson og Theodóra Alfreðsdóttir, Skorrastað 3 Fjarðabyggð - Skorrahestar
Jónína Zophoníasdóttir, Mýrum Fljótsdalshéraði - Jurtagarðurinn
Guðný Vésteinsdóttir, Réttarkambi 7 Hallormsstað og Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, Möðrudal Efra Fjalli - Holt og hæðir
Helgi Hjálmar Bragason, Setbergi Fljótsdalshéraði og Þorsteinn Pétursson, Víðivallagerði Fljótsdalshreppi - Fellatré
Anna Bragadóttir, Flúðum Fljótsdalshéraði - Matbjörg
Helga Garðarsdóttir, Hafrafelli Fljótsdalshéraði - Hafrafell ljósmyndir
Rúnar Ingi Hjartarson, Kleppjárnsstöðum Fljótsdalshéraði - Kleppjárnsstaðahunang
Helgi Haukur Hauksson, Straumi Fljótsdalshéraði - Heiðarlamb
Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir, Selási 18 Egilsstöðum og Guðríður Guðmundsdóttir, Fossgerði Fljótsdalshéraði - Gæða- og öryggisþjónusta Austurlands
Eyjólfur Jóhannsson, Lyngási 12 Egilsstöðum - Heimaorka
Benedikt Björnsson, Kaupvangi 41 Egilsstöðum - BB garðar
Ágústa Þorkelsdóttir, Refsstað Vopnafirði - Kaupvangskaffi
Þann 10. júní var haldin uppskeruhátíð á vegum Vaxtarsprotaverkefnisins. Markmið hátíðarinnar var að vekja athygli á verkefnum þeirra sem tekið hafa þátt í verkefninu á Austurlandi og einnig að skapa formlega umgjörð um lok verkefnisins á þessu misseri. Hátíðin, sem haldin var í Hátíðarsal Menntaskólans á Egilsstöðum, var vel sótt, en alls voru viðstaddir um 70 manns.