Vegfarendur hafi enn varann á

Á norðaustanverðu landinu snjóaði víða nú í morgunsárið og vindur var úr norðvestri, 14-19 m/sek. Á Austfjörðum er rigning eða slydda, snjókoma til fjalla og 7-17 m/sek. Hiti rétt ofan við frosmark.

Samkvæmt vef Vegagerðarinnar er stórhríð á Fjarðarheiði og 15 m/sek. Skafrenningur, krapi og snjór er á Fagradal og 14 m/sek og hálkublettir á Oddskarði. Öxi er ófær og á Breiðdalsheiði er þæfingur og stendur samkvæmt korti Vegagerðarinnar til að moka þar. Vegfarendur er beðnir að kynna sér færð á vegum áður en lagt er upp.

veur_net.jpg

Veðurspáin gerir ráð fyrir norðvestanátt, víða 5-13 m/s, en hvassari austast fram eftir degi. Dálítil slydda eða snjókoma með köflum á NA-verðu landinu. Lægir í dag, einkum síðdegis og birtir til. Þurrt að kalla NA- og A-lands. Hiti yfirleitt 2 til 10 stig í dag, en hlýnar um landið N- og A-vert á morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar