Vegfarendur hafi varann á

Björgunarsveitarmenn frá Seyðisfirði og Egilsstöðum eru á Fjarðarheiði við að aðstoða vegfarendur, en þar er nú vont veður. Í morgun var samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar ófært og óveður á Fjarðarheiði, einnig þungfært og óveður á Möðrudalsöræfum og þar ekkert ferðaveður. Snjóþekja og skafrenningur er á Fagradal og Oddskarði. Snjóþekja og snjókoma er víða með ströndinni.  Á Suðausturlandi eru vegir víða auðir. Þó er snjóþekja og skafrenningur frá Höfn að Kvískeri. Veðurspá gerir ráð fyrir austan 13-20 m/s og slyddu eða snjókomu norðan- og austan til fram eftir degi, en annars mun hægari austlægri átt og skúrum eða slydduéljum. Hiti víða 0 til 5 stig. Snýst í vaxandi norðaustanátt með éljum í kvöld, fyrst um landið vestanvert.

snjakstur.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar