Vetrarævintýri á Austurlandi

Á Austurlandi eru frábærir útivistarmöguleikar og veðrið oftast gott. Hér eru frábær skíða- og brettasvæði í Oddsskarði og Stafdal og endalausir möguleikar fyrir skíðagöngu. Hægt að skiða í skóginum eða þeysa um snjóbreiður í vélsleðaferð. Ganga í síðdegissólinni sem gyllir snæviþakin fjöll og skóg eða fara fetið á hestbaki.  Hið fræga ístölt verður á Egilsstaðavíkinni 21. febrúar.

borgarfjrur8_vefur.jpg

Veturinn er góður tími til að skoða hreindýr. Kanna litlu sjávarþorpin hvert með sínu sérkenni. Hér er gisting við allra hæfi og góðir veitingastaðir. Fjölbreytt afþreying, áhugaverð saga, handverksnámskeið og skemmtileg söfn. Á Austurlandi finna allir eitthvað við sitt hæfi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar