Við erum lánsöm
Með því að óska eftir stuðningi í 2.-3. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi hefur Erla Sigríður Ragnarsdóttir lýst því yfir að hún vilji leggja fram krafta sína til að starfa í þágu okkar Austfirðinga. Við fögnum því að kona eins og hún vilji leggja sitt af mörkum til að koma hér á breytingum til batnaðar og okkur finnst við vera lánsöm.
Erla er kraftmikil og réttsýn, hún hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og leggur áherslu á að virkja fólkið til þátttöku. Hún ber virðingu fyrir fólki og ólíkum skoðunum þess og finnst mikilvægt að á það sé hlustað. Í störfum sínum er hún í framkvæmdahlutverki, er afkastamikil og hrífur fólk með sér á jákvæðninni.Við treystum Erlu Sigríði til að vinna verkin með hag okkar allra fyrir brjósti og til að skapa jákvæð og mannleg stjórnmál í eitt skipti fyrir öll. Þess vegna ætlum við að kjósa hana.
Við hvetjum þig til að kynna þér áherslumál Erlu Sigríðar inni á www.erlar.is og taka þátt í prófkjörinu sem fram fer 26. janúar nk. Tækifærið er núna!
Elín Sigríður Einarsdóttir viðskiptafræðingur, Egilsstöðum
Eva Björk Jónudóttir framhaldsskólakennari, Seyðisfirði
Guðmundur Sveinsson Kröyer, umhverfissérfræðingur hjá Alcoa Fjarðaáli, Egilsstöðum
Kristín Rut Eyjólfsdóttir verslunareigandi, Egilsstöðum
Lilja Halldórsdóttir stuðningsfulltrúi, Neskaupstað
Eva Björk Jónudóttir framhaldsskólakennari, Seyðisfirði
Guðmundur Sveinsson Kröyer, umhverfissérfræðingur hjá Alcoa Fjarðaáli, Egilsstöðum
Kristín Rut Eyjólfsdóttir verslunareigandi, Egilsstöðum
Lilja Halldórsdóttir stuðningsfulltrúi, Neskaupstað