Viðbragðsáætlun vegna stíflurofs að verða tilbúin

Viðbragðsáætlun vegna stíflurofs Hálslóns er að tilbúin en hefur ekki verið undirrituð. Ný viðbragðsáætlun vegna flugslyss á Egilsstaðaflugvelli verður prufukeyrð í næstu viku og unnið að viðbragðsáætlun vegna inflúensu og stíflurofs við Hraunaveitu.

 

ImageLárus Bjarnason, sýslumaður sem á sæti í almannavarnanefnd, segir áætlunina vegna stíflurofs við Kárahnjúka, vera tilbúna hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. „Það sem hefur tafið undirritun og útgáfu hennar er að eftir er að endurtaka boðunaræfingu.“ Hann segir menn leita eftir hentugum degi fyrir æfinguna. „Stefnt er að því að hún fari fram sem fyrst og að unnt verði að undirrita viðbragðsáætlunina í kjölfarið. Meiningin er að árlega verði síðan gerð prufun á boðunarkerfinu í byrjun september.“

Dagana 10. – 13. september verður flugslysaæfing á Egilsstöðum.Þar er verið að æfa nýja viðbragðsáætlun við flugslysi á Egilsstaðaflugvelli. Lárus segir að í kjölfar æfingarinnar verði áætlunin væntanlega samþykkt og undirrituð „með þeim breytingum sem æfingin leiðir í ljós að þurfi að gera á henni.“ Hann segir að „allnokkur fjöldi manna“ taki þátt í æfingunni en flugslys verður sviðsett.

Viðbragðsáætlun vegna inflúensufaraldurs er tilbúin og á leið til almannavarnardeildar. Unnið er að viðbragðsáætlun vegna stíflurofs í Hraunaveitu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar