Vilja stofna rannsóknarsjóð
Forsvarsmenn Þekkingarnets Austurlands hefur kynnt hugmyndir um stofnum Rannsóknarsjóðs Austurlands. Tilgangur hans á að vera að efla rannsóknarstarf á Austurlandi og beina stuðningi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs í sameiginlegan farveg.
„Mikil þörf fyrir slíkan sjóð meðal annars til að fá ungt menntað fólk af og á svæðinu til rannsóknarverkefna. Fjölmörg verðug rannsóknarefni á öllum sviðum á Austurlandi,“ segir í fundargerð framkvæmdaráðs Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Leitað verður liðsinnis sveitarfélaga og SSA við að koma sjóðnum á laggirnar. Ráðið tók vel í hugmyndina og verður SSA með í hugmyndavinnu að hópnum.