Viðræður við Launanefnd sveitarfélaga þokast áfram
Fyrsti fundur í samninganefnd AFLs við launanefnd sveitarfélaga var haldinn s.l þriðjudag en eins og kunnugt er þá fer AFL með samningsumboð í viðræðunum við sveitarfélögin á félagssvæðinu. Fundað var aftur í gær og segir Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs að nokkuð hafi þokast.
Á fundinum í síðustu viku voru kröfur félagsins kynntar og fóru fram lítils háttar umræðum um nokkrar þeirra, farið var yfir umboð og samninganefndir. Kynnt var samningamarkmið LN, sem eru þau að standa vörð um atvinnuöryggi starfsmanna sveitarfélaga. Í gær var svo farið yfir einstaka þætti í viðræðunum. Ekkert er fast í hendi en von um að jákvæð lending náist gagnvart einhverjum af kröfum starfsgreinafélagsins.Viðræðunefnd vegna samningaviðræðna við Launanefnd sveitarfélaga eru:
- Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir
- Sverrir Mar Albertsson
- Sara Guðfinna Jakobsdóttir
- Guðbjörg Friðriksdóttir
- Sigríður Dóra Sverrisdóttir
- Ásta Á Halldórsdóttir
- Ólöf Jóhanna Garðarsdóttir