Íbúafundir: Fjármál á Héraði, umhverfi í Neskaupstað og SÁÁ á Eskifirði

frambodsfundur va 0010 webFjölmargir opnir fundir verða haldnir á Austurlandi í vikunni. Í kvöld eru á dagskrá fundir á vegum SÁÁ á Eskifirði og um fjármál Fljótsdalshéraðs á Egilsstöðum. Á morgun verður haldinn íbúafundur í Neskaupstað.
SÁÁ heldur opinn borgarafund í Kirkju- og menningarmiðstöðinni Eskifirði um áfengis- og vímuefnavandann, þriðjudaginn 12. nóvember kl. 20:00. Yfirskrift fundarins er „Áfram Vogur í Fjarðabyggð".

Til máls taka Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir og Arnþór Jónsson, formaður stjórnar SÁÁ ásamt Rúnari Freyr Gíslasyni leikara. Að erindum loknum verða umræður í bland við létt skemmtiatriði og veitingar.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs boðar til íbúafundar klukkan 17:00 í fyrirlestrasal Egilsstaðaskóla. Á fundinum verður kynnt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins 2014, auk þriggja ára áætlunar áranna 2015 – 2017.

Annað kvöld klukkan 20:00 fer svo fram íbúafundur í Nesskóla á vegum Fjarðabyggðar.

Fjallað verður um eftirtalin mál, stöðu þeirra og næstu skref:

Ný Norðfjarðargöng
Ofanflóðavarnir í Neskaupstað
Hafnarframkvæmdir í Norðfjarðarhöfn
Skipulagsmál
- Deiliskipulag Neseyrar vegna leikskólabyggingar
- Nýtt miðbæjarskipulag fyrir Neskaupstað

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar