Norðfjarðargöng: Sólarhringur í fyrstu sprenginguna

nordfjardargong 13112013 webSléttur sólarhringur er nú í að Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, sprengi fyrstu formlegu sprenginguna við gerð nýrra Norðfjarðarganga.
Gestir munu safnast saman nálægt gangnamunnanum í Eskifirði klukkan 16:00 en ráðherra ræsir sprenginguna klukkan 16:15.

Verktakarnir: Metrostav AS og Suðurverk hf. bjóða síðan gestum að þiggja veitingar í tilefni dagsins kl. 16:30 í Valhöll á Eskifirði.

Á meðfylgjandi mynd má sjá undirbúning fyrir gangagröftinn, þar sem búið er að hlaða í sprengingu fyrir vegskála, þar sem hann mætir jarðgöngunum. Stafninn var síðan hulinn með gúmmímottum áður en sprengt var. Myndina tók Guðmundur Þór Björnsson/Hnit hf.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar