Hálendisvegur: Varúðarráðstöfun ef Hringvegurinn meðfram suðurströndinni rofnar?

audlindin austurland ath webNýr vegur norðan Vatnajökuls gæti reynst öflug varaleið á milli Suðurlands og Austurlands ef Hringvegurinn meðfram suðurströndinni rofnar. Slíkt virðist gerast að meðaltali á fimmtán ára fresti.

Þetta kom fram máli Birgis Jónssonar, dósents við verkfræðideild Háskóla Íslands, í fyrirlestri hans á ráðstefnunni Auðlindin Austurland í síðustu viku.

Birgir benti á að Hringvegurinn sunnan jökla hefði verið rofann að meðaltali á 15 ára fresti frá árinu 1903 af völdum náttúruhamfara, svo sem eldgosa og jökulhlaupa.

Við bætist hætta á sjávarrofi, annað hvort við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi og ströndin við Vík í Mýrdal.

„Ef rof heldur áfram sem nú horfir má búast við rofi á hringveginum á þessum stöðum á næstu áratugum til dæmis árið 2050 eða að minnsta kosti á þessari öld," sagði Birgir.

„Það er nauðsynlegt að hafa varaleið fyrir umferð milli Austurlands og Suður- og Suðvesturlands."

Nokkrar leiðir eru þar færar að mati Birgis. Fjallabaksleið fyrir norðan Mýrdalsjökul gæti dugað gegn umbrotum í Kötlu en ekki gegn hræringum undir Vatnajökli. Vegur norðan Vatnajökuls, frá Hálslóni að Sprengisandsvegi, gæti verið slík varaleið. Birgir segir ekkert hafa komið fyrir síðustu 110 ár sem rofið hefði slíkan veg.

Þátttakendur á ráðstefnunni. Mynd: Auðdís Tinna

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar