Sjálfstæðismenn á Héraði leita að nýjum bæjarfulltrúum

xd fherad frambod 2010Sjálfstæðismenn á Fljótsdalshéraði þurfa að finna nýja fulltrúa til að bjóða sig fram til setu í bæjarstjórn sveitarfélagsins í sveitarstjórnarkosningum í vor. Enginn þeirra þriggja sem setið hefur sem aðalmaður fyrir hönd flokksins gefur kost á sér áfram.

Sjálfstæðismenn á Héraði hittust nýverið á félagsfundi til að hefja undirbúning fyrir kosningarnar. Ekki er búið að ákveða hvernig stillt verður upp á listann en verið er að mynda kjörnefnd.

Flokkurinn fékk aðeins einn mann inn í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þrír fulltrúar hafa hins vegar skipt með sér stöðunni. Í samtali við Austurfrétt upplýsti Þórhallur Harðarson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaga á Fljótsdalshéraði og Borgarfirði, að ólíklegt væri að nokkur þeirra yrði í forustusveitinni í vor.

Guðmundur Ólafsson leiddi flokkinn í síðustu sveitarstjórnarkosningum en hætti skömmu eftir þær þar sem hann tók við starfi útibússtjóra Arion-banka.

Næst á lista var Katla Steinsson en hún flutti af svæðinu fyrr á þessu ári. Undanfarna mánuði hefur Karl S. Lauritzson verið aðalfulltrúi í bæjarstjórn. Hann gefur ekki kost á sér til setu í bæjarstjórn en ekki er útilokað að hann taki sæti neðar á listanum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar