Dvalarheimili aldraðra kaupir fjórtán íbúðir af Íbúðalánasjóði
Dvalarheimili aldraðra á Egilsstöðum hefur keypt fjórtán íbúðir af Íbúðalánasjóði. Framkvæmdastjóri heimilisins segist finna fyrir miklum áhuga á íbúðunum sem auglýstar voru til leigu í lok síðustu viku.„Eftirspurnin er til staðar og við finnum fyrir miklum áhuga" segir Þórhallur en hann segist vonast til þess að allar íbúðirnar verði komnar í útleigu fljótlega.
„Við munum byrja á því að leigja út sex til átta íbúðir en hinar verða, til að byrja með, leigðar út á almennum markaði. Íbúðirnar verða leigðar eldri borgurum en þjónusta er háð mati og þjónustusamningi."
Íbúðirnar, sem ætlaðar eru fólki eldri borgunum og yngri einstaklingum með hjúkrunarþörf, eru í Hamragerði rétt hjá mjólkurstöðinni.
„Til koma íbúðanna þýðir bætt lífsgæði fyrir okkur öll sem hér búum, það að við getum notið ánægjulegrar stunda, með öruggri þjónustu í heimabyggð."
Nína Hrönn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilbrgðisstofnun Austurlands., segir fjölbreyttari búsetuúrræði á Fljótsdalshéraði og nágrenni hafa skort. Með íbúðunum aukast líkurnar á að hjón geti búið lengur saman þótt annað veikist.
„Í framtíðinni má ætla að hægt væri að byggja upp þjónustu í kringum íbúðirnar til að hámarka dvöl eldra fólks í eigin húsnæði," segir Nína.
Þar skiptir uppbygging þjónustukjarna máli fyrir aldraða því þar með sé skapaður möguleikai á sólarhringsþjónustu, einnig fyrir aðra en þá sem búa í kjarnanum. „Þetta eykur öryggiskennd og sjálfstæði aldraðra."
Kaupverðið fæst ekki gefið upp.