Starfsmannaþorpið fær að standa fram á næsta haust

alcoa starfsmannathorpSveitarfélagið Fjarðabyggð hefur veitt leyfi til að vinnubúðirnar sem reistar voru fyrir verkamennina sem byggðu álverið í Reyðarfirði fái að standa fram til 30. september á næsta ári. Upphaflega áttu búðirnar að vera farnar árið 2008.

Það var Alcoa Fjarðaál sem óskaði eftir enn einni framlengingunni á stöðuleyfinu þótt búðirnar séu komnar í eigu Stracta Construction.

Í bréfi Alcoa kemur meðal annar fram að þorpið hafi staðið lengur en áætlað var þar sem hægt hafi á framkvæmdum fyrirtækisins eftir hrun og erfitt hafi að koma þorpinu í not annars staðar.

Það var í byrjun nóvember sem Stracta lagði fram áætlanir um hvernig húsin sem eftir standa verða fjarlægð og gengið frá lóðunum. Í bréfinu, sem undirritað er af Magnúsi Ásmundssyni forstjóra Alcoa á Íslandi, segir að fyrirtækið hafi fulla trú á að Stracta standi við sínar skuldbindingar enda verði þeim fylgt stíft eftir.

Húseiningarnar eru í dag auglýstar á vef Byggingafélagsins Sandfells ehf. sem tengist Stracta. Þar segir að einingarnar séu framleiddar eftir ströngum gæðastöðlum fyrir íslenskar aðstæður og ástand húsanna sé „mjög gott, að utan sem innan."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar