Enn töluverður flúor í grasi í Reyðarfirði

alver alcoa april2013Flúorgildi í grasi í Reyðarfirði mælast enn töluvert há. Umhverfisstofnun greip til varúðarráðstafana í fyrra eftir skarpa hækkun flúorgildanna.

Flúorgildi, sem tekin voru úr heysýnum í sumar, voru álíka há og í fyrra. Þau eru sem sagt enn býsna há en þó innan viðmiðunarmarka fyrir grasbíta.

Nokkur munur mældist eftir því hvenær var slegið. Hæst voru gildin frá miðjum júní fram í miðjan ágúst en lægri utan þess tíma.

Rétt er að hafa að styrkur flúors í grasi getur breyst nokkuð hratt samhliða breytingum á veðurfari og magni flúors í andrúmslofti.

Meðalstyrkur flúors í grasi í Reyðarfirði var hæstur innan þynningarsvæðis álversins. Þá var hærra gildi í grasi norðan fjarðar heldur en sunnan.

Gripið var til varúðarráðstafana og gerðar athugasemdir við mengunarvarnabúnað álversins eftir hækkunina í fyrra. Áfram er fylgst náið með flúorgildum í bæði grasi, heyi og búfénaði á svæðinu. Umhverfisstofnun hefur hins vegar lokað sérstakri upplýsingasíðu sem opnuð var í fyrrahaust.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar