Norðfjarðargöng: Tveggja vikna jólafrí hefst um helgina

nordfjardargong 18122013 1Tveggja vikna frí er framundan á greftri nýrra Norðfjarðarganga. Gröfturinn hefur gengið vel síðustu þrjár vikur eftir hæga byrjun og þykja aðstæður í berginu góðar.

Veikburða rautt millilag varð til þess að menn töldu rétt að fara hægt af stað. Hraðinn hefur hins vegar aukist jafnt og þétt eftir að komið var í gegnum það.

Í gærkvöldi var búið að grafa 263 metra inn í fjallið. Í síðustu viku voru grafnir rúmir 64 metrar. Miðað við þennan hraða ætti 300 metra markið að nást áður en jólafrí starfsmanna hefst á laugardag.

Aðstæður til jarðgangagerðar eru mjög góðar, en basalt er í öllu gangasniðinu. Bergið er þétt og gott og springur vel, svo göngin halda formi sínu vel.

Gengið verður frá munna ganganna fyrir jól til að koma í veg fyrir óviðkomandi umferð þangað inn. Verkið hefst svo að nýju mánudaginn 6. janúar.

Myndir:

Starfsmenn Metrostav þvo bergveggi með háþrýstidælu, áður en steinsteypu er sprautað á veggina. Mikið ryk fylgir sprengivinnunni og til að tryggja sem besta viðloðun steypunnar, þarf að hreinsa bergið.

Verið er að bora fyrir lóðréttum bergboltum til að styrkja þak ganganna og einnig láréttar holur fyrir sprengiefni. Borvagninn getur borað þrjár holur samtímis. Sjá má borför eftir fyrri sprengifærur í þaki og veggjum.

Öflugir blásarar munu sjá um að dæla fersku lofti inn í göngin. Einn slíkan má sjá á meðfylgjandi mynd, en þeir munu verða orðnir 2 Eskifjarðarmegin áður en gangagrefti lýkur.

Ljósmyndir: Ófeigur Örn Ófeigsson/Hnit verkfræðistofa

nordfjardargong 18122013 2nordfjardargong 18122013 3

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar