Gerpir fyrsta björgunarsveitin til að vera kölluð út á nýju ári

brimrun4 wbBjörgunarsveitin Gerpir í Neskaupstað var í nótt fyrsta björgunarsveitin sem kölluð var út á nýju ári, samkvæmt fréttum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.

Sveitin var kölluð út klukkan 5:33 í nótt vegna tveggja bíla sem sátu fastir Eskifjarðarmegin í Oddsskarði.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er ófært á Oddsskarði, Fjarðarheiði, Vopnafjarðarheiði, Vatnsskarði og Möðrudalsöræfum.

Flughált er í kringum Vopnafjörð og á Héraði. Hálfa og snjókoma er á Fagradal og hálka eða hálkublettir á öðrum leiðum.

Veðurstofan spáir norðaustan 13-20 m/s og slyddu eða rigningu í dag. Vindinn lægir með kvöldinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar