Smári Geirsson sæmdur fálkaorðunni

smari geirsson mai12 landscapeSmári Geirsson, framhaldsskólakennari í Neskaupstað, hlaut í dag riddarakross hinnar íslensku fálkaorðum. Ellefu voru sæmdir orðunni af forseta Íslands við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Orðuna hlýtur Smári fyrir framlag sitt til sögu og framfara á Austurlandi.

Smári er fæddur í Neskaupstað 17. janúar árið 1951. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Laugarvatni og síðan háskólagráum í stjórnsýslufræðum, þjóðfélagsfræði og uppeldis- og kennslufræði.

Hann hefur gegnt kennslustörfum í bæði grunn- og framhaldsskóla í Neskaupstað nær óslitið síðan hann lauk háskólaprófi árið 1975. Hann var meðal annars skólameistari við framhaldsskólann og síðar Verkmenntaskólann frá 1983-87.

Smári hefur sinnt fjölda félagsstarfa en þekktastur er hann fyrir störf sín að sveitarstjórnarmálum. Hann sat í bæjarstjórn Neskaupstaðar og síðar Fjarðabyggðar frá 1982-2010 og var bæði forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs.

Smári var áberandi í baráttunni fyrir uppbyggingu álvers í Reyðarfirði í störfum sínum fyrir Samband sveitarfélaga á Austurlandi en hann var formaður sambandsins 1998-2003.

Smári hefur skrifað fjölda rita um austfirsk málefni, svo sem iðnsögu fjórðungsins, sögu Norðfjarðar og fyrirtækja á staðnum og sögu Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Hann hefur síðustu ár unnið að sagnfræðiriti um hvalveiðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar