Skemmdir á Vopnafjarðarlínu: Óttast um raflínur í nótt

raflinur isadar landsnetAlmennt rafmagnsálag á Vopnafirði hefur verið keyrt á varaafli síðan á gamlársdag. Hætta er á rafmagnstruflunum í kvöld og nótt því spáð er ísingu.

Að því er fram kemur á vef Landsnets kom í ljós slit á tveimur leiðurum í Skinnugili við skoðun á Vopnafjarðarlínu í dag. Einnig fundust tvær brotnar þverslár á svokölluðu Búri. Mikil ísing er á línunni á þessum slóðum.

Útleysing varð á línunni laust eftir hádegi á gamlársdag og varaafl sett í gang á Vopnafirði þar sem ekki þótti ráðlegt að spennusetja hana þar út af mögulegum bilunum.

Beðið hefur verið með viðgerð þar til aðstæður leyfa en spáð er töluverðri ísingu í kvöld og nótt á Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar