Meiri aukning í námskeiðum hjá Austurbrú en ráð var fyrir gert

keilir austurbru 0003 webÞátttakendum í námskeiðum símenntunarsviðs Austurbrúar fjölgaði um 20% á milli áranna 2012 og 2013 og námskeiðum fjölgaði um 13%. Aukningin er mun meiri en starfsáætlun gerði ráð fyrir.

Alls nýttu 1551 sér námskeið símenntunarsviðs Austurbrúar á liðnu ári sem voru 145 talsins, eða 45586 nemendastundir. Í starfsáætlun 2013 var gert ráð fyrir 1300 þátttakendum, 130 námskeiðum og 50.000 nemendastundum.

Í tölum frá Austurbrú kemur fram að meðaldur námsmanna hafi verið 43 ár og konur í meirihluta, 66%.

Í starfsáætlun fyrir árið 2014 er gert ráð fyrir svipuðum fjölda nemendastunda og verið hefur undanfarin ár, að námskeið verði 150 og að þátttakendur verði 1600. Til þess að áætlanir gangi eftir verður áhersla lögð á að efla samstarf við fyrirtæki og stofnanir auk þess sem gera má ráð fyrir að samlegðaráhrif vegna tilkomu Austurbrúar verði til þess að fleiri nýti sér þjónustuna.

Meginmarkmið með starfi símenntunarsviðs Austurbrúar er að stuðla að fjölbreyttri símenntun á Austurlandi, vera samstarfsvettvangur fyrir aðila er vinna að verkefnum á sviði símenntunar og í fararbroddi í þróun og framboði á námskeiðum á svæðinu auk þess að veita fullorðnum námsmönnum tækifæri til náms.

Símenntunarsvið er tengiliður milli þeirra aðila sem bjóða upp á endurmenntun og framhaldsfræðslu annars vegar og hins vegar einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á Austurlandi. Auk námskeiðahalds er áhersla lögð á ráðgjöf til einstaklinga, greiningu fræðsluþarfa í fyrirtækjum og að veita fyrirtækjum og stofnunum þjónustu varðandi endurmenntun starfsmanna.

Frá undirritun samstarfssamnings við Keili.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar