Gert ráð fyrir jákvæðum rekstri Fljótsdalshrepps næstu árin

fljotsdalur sudurdalurGert er ráð fyrir jákvæðum rekstri Fljótsdalshrepps næstu þrjú árin samkvæmt þriggja ára áætlun sem samþykkt var í sveitarstjórn skömmu fyrir jól. Til stendur að verja 30 milljónum í samgöngumál í hreppnum á næsta ári.

Gert er ráð fyrir að hreppurinn verði rekinn nokkurn vegin á núlli samkvæmt fjárhagsáætlun næsta árs. Áætlað er að rekstur aðalsjóðs verði jákvæður um 81,6 milljónir en rekstur eignasjóðs neikvæður um 81 milljón.

Eignir í lok ársins eru áætlaðar 857 milljónir og skuldir og skuldbindingar ekki nema 30 milljónir. Afborganir á lánum 2,5 milljónir. Fljótsdælingar búast við að eiga tæpar 70 milljónir í handbært fé í árslok.

Fjárfestingar eru áætlaðar tæpar 40 milljónir, þar af verði 30 milljónir settar í samgöngumál. Þá verður sex milljónum varið í uppbyggingu í gistirými, bæði í Laugarfelli og Fjallaskarði.

Samkvæmt þriggja ára áætlun sveitarfélagsins er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu öll árin. Ekki er gert ráð fyrir lántökum og fyrirhugaðar fjárfestingar verði fjármagnaðar af eigin fé. Ekki er áætlað að greiða upp lán hraðar en gjalddagar þeirra segja til um.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar