„Dómurinn staðfesting á að brotið var gróflega gegn Hannesi“

hannes sigmarsson jpg 280x800 q95Lögmaður Hannesar Sigmarssonar segir dóm Héraðsdóms Austurlands í vinnulaunamáli hans gegn Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) vera sigur fyrir yfirlækninn fyrrverandi. Í honum felist staðfesting á brotum stofnunarinnar.

„Ef þetta verður endanleg niðurstaða þá er þetta auðvitað gríðarlegur sigur fyrir Hannes," sagði Guðjón Ármannsson, hæstaréttarlögmaður, í samtali við Austurfrétt í kvöld.

Hannes var leystur frá störfum sem yfirlæknir HSA í Fjarðabyggð í febrúar árið 2009 vegna gruns um fjárdrátt og málið kært til lögreglu sem felldi það niður að lokinni rannsókn. Hann var síðan tekin af launskrá í júlí það ár og sagt upp störfum með fjögurra mánaða uppsagnarfresti í desember 2009.

„Hannes þurfti á sínum tíma að sitja undir tilhæfulausum ásökunum þáverandi forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands um fjárdrátt og fjársvik.

Þær ásakanir gengu raunar svo langt að forstjórinn var árið 2012 dæmdur til að greiða Hannesi miskabætur vegna ummælanna," segir Guðjón.

Stofnunin var í dag dæmd til að greiða Hannesi tæpar 15 milljónir króna í vangoldin laun. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki henni hefði ekki verið einhliða heimilt að taka Hannes af launaskrá í júlí 2009. Bæturnar ná yfir seinni hluta árs 2009 og uppsagnarfrestinn.

„Í þessu nýja dómi felst staðfesting á því að það var brotið gróflega gegn Hannesi en honum eru dæmd laun fyrir það tímabil sem dómkrafan laut að."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar