Leiðindaveður í aðsigi: Hætt við að ófært verði í mest allt kvöld

snjor egs 24022015 2Versnandi veðri er spáð á Austurlandi og Austfjörðum upp úr klukkan sex. Veðurfræðingur ráðleggur Austfirðingum að geyma ferðir á milli staða til morguns.

„Eftir klukkan sex í kvöld fer að rjúka upp með skafrenningi og snjókomu. Það verður mjög hvasst á fjallvegum og má búast við að þeir verði meira og minna ófærir," segir Þorsteinn V. Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Þegar er gengið í veðrið á suðvesturhorninu og segir Þorsteinn að þar sjái „varla út úr augum." Það gengur síðan austur yfir landið.

Austfirðingar mega búast við nokkurri úrkomu. Á fjöllum snjóar, í byggð verður trúlega slydda og rigning á suðurfjörðum.

„Það verður blindbylur á fjallvegum og hætt við að það verði ófært mest allt kvöldið á milli staða. Við mælum með að fólk fari ekki í slík ferðalög í kvöld heldur bíði til morguns."

Von er á því að veðrið gangi niður um miðnætti.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.