Skip to main content

Klakveiðin gekk vel í Breiðdalsá

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. okt 2012 14:00Uppfært 30. nóv 2012 13:59

breidalsklakveidi_2_web.jpg

„Við fengum góða fiska í klakið, yfir 100 fiska sem við náðum í allt,“ sagði Þröstur Elliðason forstjóri Strengja er við hittum hann við ádrátt í Breiðdalsá fyrir nokkrum dögum. 

 

Veiðin gekk vel og voru nokkrir vaskir veiðimenn að draga á Vonarskarðinn sem er ofarlega í Breiðdalsánni.

„,Það er nauðsynlegt fyrir ána að draga í klak,“ sagði Þröstur og hélt áfram að draga á hylinn. Laxinn var í hylnum.